• fim. 23. sep. 2010
  • Landslið

U17 karla - Tékkar höfðu sigur á Laugardalsvelli

Byrjunarlið U17 karla gegn Tékkum á Laugardalsvelli
U17-karla-Isl-Tek_2010

Strákarnir í U17 töpuðu fyrsta leik sínum í undankeppni EM en tekið var á móti Tékkum á Laugardalsvelli.  Lokatölur urðu 2 - 4 Tékkum í vil en síðari hálfleikur var í meira lagi fjörugur þar sem staðan í leikhléi var markalaus.

Tékkar byrjuðu síðari hálfleikinn betur og skoruðu tvö mörk snemma hálfleiksins.  En þá tóku íslensku strákarnir við sér og þeir Ragnar Bragi Sveinsson og Oliver Sigurjónsson jöfnuðu metin með mörkum á fjögurra mínútna kafla.  Síðustu tíu mínúturnar dugðu hinsvegar Tékkum til þess að skora tvö síðustu mörkin, það síðara út vítaspyrnu í uppbótartíma.

Í hinum leik riðilsins lögðu Tyrki Armena með þremur mörkum gegn engu en leikið var á KR velli.  Íslendingar mæta Tyrkjum á Víkingsvelli á morgun, föstudaginn 24. september, kl. 16:00.  Í hinum leik riðilsins leika svo Tékkar og Armenar á Akranesvelli.

Riðill Íslands