• mið. 22. sep. 2010
  • Landslið

U17 kvenna - 10 mörk gegn Búlgaríu

U17 kvenna í Búlgaríu - Mark gegn Litháen
U17-kvenna---Mark-gegn-Lithaen

Stelpurnar í U17 unnu öruggan sigur á heimastúlkum í dag í öðrum leiknum í undankeppni EM sem fram fer í Búlgaríu.  Lokatölur urðu 10 – 0 eftir að staðan hafði verið 4 – 0 í leikhléi.  Í hinum leik riðilsins unnu Ítalir öruggan sigur á Litháen 7 – 0 og er því framundan úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins við Ítali á laugardaginn.  Íslenska liðinu dugar jafntefli í þeim leik til að tryggja sér toppsætið.

Eins og tölurnar gefa til kynna var sigur íslensku stelpnanna aldrei í hættu og kraftmikil byrjun þeirra sló mótherjanna út af laginu, þrjú mörk komu á fyrstu 12 mínútunum.  Ekkert var gefið eftir í seinni hálfleiknum og bættust sex mörk þar við.  Þetta er annar stórsigur liðsins í riðlinum en á mánudaginn vannst 14 – 0 sigur á Litháen.

Efsta sæti riðilsins tryggir sæti í milliriðlum og einnig komast þær fimm þjóðir áfram sem bestan árangur hafa í öðru sæti riðlanna tíu.

Leikskýrslan