• mið. 22. sep. 2010
  • Dómaramál

Kristinn dæmir í Evrópudeildinni í Póllandi

Evrópudeildin
Europa-League-logo

Kristinn Jakobsson verður í eldlínunni fimmtudaginn 30. september þegar hann dæmir leik Lech Poznan frá Póllandi og Salzburg frá Austurríki í Evrópudeild UEFA.  Kristinn verður svo sannarlega ekki einn á ferð því að fimm aðrir dómarar verða við störf á þessum leik.

Aðstoðardómarar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Jóhann Gunnar Guðmundsson og varadómari Jóhannes Valgeirsson.  Þá verða aukaaðstoðardómarar á þessum leik þeir Þóroddur Hjaltalín og Erlendur Eiríksson.

Þá munu þeir Magnús Þórisson og Gylfi Már Sigurðsson verða við störf á Möltu dagana 25. - 30. september en þar fer fram riðill í undankeppni EM hjá U17 karla. Magnús verður einn af dómurum mótsins og Gylfi aðstoðardómari.