• mán. 20. sep. 2010
  • Landslið

U17 kvenna - Leikið gegn Litháen í dag

Byrjunarlið Íslands gegn Finnlandi á Norðurlandamóti U17 kvenna sem leikið er í Danmörku.
2010_juli_danmorkU17-002

Stelpurnar í U17 verða í eldlínunni í dag þegar þær mæta Litháen í undankeppni EM.  Þetta er fyrsti leikur liðsins og er riðillinn leikinn í Búlgaríu.  Í hinum leik riðilsins í dag leika Ítalía og Búlgaría.  Þorlákur Árnason hefur tilkynnt byrjunarlið sitt en leikurinn hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma.

Byrjunarliðið (3-5-2):

Markmaður: Arna Lind Kristinsdóttir
Varnarmenn: Írunn Þorbjörg Aradóttir, fyrirliði Guðný Tómasdóttir og Ingunn Haralsdóttir
Tengiliðir: Telma Þrastardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir, Hildur Antonsdóttir og Hugrún Elvarsadóttir
Framherjar: Guðmunda Brynja Óladóttir og Aldís Kara Lúðvíksdóttir.
 
Hægt er að fylgjast með gangi leiksins á heimasíðu UEFA.