• fös. 17. sep. 2010
  • Dómaramál

Frá Dómaranefnd - Vegna umræðu um framkvæmd vítaspyrnu

Dómaraflauta eða hljóðfæri?
domaraflauta

Í tilefni af umræðu sem spannst í kjölfar framkvæmdar Halldórs Orra Björnssonar, leikmanns Stjörnunnar, á vítaspyrnu í leik liðsins gegn FH 16. september sl. vill Dómaranefnd KSÍ árétta eftirfarandi:

Á aukafundi Alþjóðanefndar Knattspyrnusambanda, sem haldinn var í Zürich 18. maí 2010, var m.a. gerð eftirfarandi breyting á „Túlkun knattspyrnulaganna og leiðbeiningar til dómara“ varðandi 14. grein laganna um framkvæmd vítaspyrnu. Breytingin tók gildi um heim allan 1. júní 2010.

Ekkert var því athugavert við framkvæmd leikmannsins á vítaspyrnunni, enda tók hann enga "gabbspyrnu" í lok atrennu sinnar þó hann hafi stöðvað við knöttinn í lok atrennunnar áður en hann spyrnti að marki.

Hér að neðan má sjá breytinguna sem gerð var á þessari 14. grein knattspyrnulaganna.

Breyting 14. grein