Knattspyrnufélagið Norðurljósin
Knattspyrnufélagið Norðurljósin er stofnað með það markmið að gefa einstaklingum sem þurfa aðstoð (mikla eða litla) eða hvatningu, tækifæri til að æfa knattspyrnu allan ársins hring undir leiðsögn fagfólks.
Margir einstaklingar sem þurfa aðstoð hafa eins og fjöldinn gaman af fótbolta, þeir hafa hingað til haft of fá tækifæri til að vera virkir iðkendur í fótbolta á ársgrundvelli. Með stofnun Norðurljósa er vonast til að geta mætt þörfum sem flestra til að hefja reglubundna knattspyrnuiðkun árið um kring. Norðurljósin leggja áherslu á að æfingar fari fram í íþróttahúsum knattspyrnufélaga þar sem hinn almenni knattspyrnuiðkandi stundar áhugamál sitt.
Stelpur og strákar á öllum aldri eru hvött til að hafa samband ef áhugi er fyrir að æfa fótbolta einu sinni í viku í góðra vina hópi. Stærsti sigurinn er að vera með.
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Guðrúnu Kristjánsdóttur í síma 696-0727 á milli kl. 9:00-12:00 og Kolbrúnu Björnsdóttir í síma 899-4035 á milli kl. 13:00-16:00.