• þri. 14. sep. 2010
  • Knattþrautir KSÍ
  • Fræðsla

Knattþrautir KSÍ - Síðustu félögin heimsótt

Frá knattþrautum KSÍ
KS-Siglufirdi

Haustið er handan við hornið með sínum föllnu og fölu laufum og það þýðir að knattþrautir KSÍ fara að renna sitt skeið á enda þetta sumarið.  Einar Lars Jónsson hefur heimsótt iðkendur í 5. flokki með knattþrautir KSÍ og hafa viðtökur verið með eindæmum góðar.

Þessa dagana er Einar Lars að heimsækja síðustu félögin en krakkarnir hafa verið einkar áhugasöm í heimsóknum hans og munu án ef halda áfram æfingum í vetur.  Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá heimsóknum Einars og þar má sjá iðkendur frá Breiðabliki, Víkingi Reykjavík, Val og KS.

Frá knattþrautum KSÍ

Frá knattþrautum KSÍ

Frá knattþrautum KSÍ

Frá knattþrautum KSÍ

Frá knattþrautum KSÍ