Árleg úttekt á leyfiskerfinu 21. september
Þann 21. september kemur í heimsókn til KSÍ fulltrúi SGS, sem er alþjóðlegt matsfyrirtæki sem UEFA hefur ráðið til að gera gæðaúttekt á leyfiskerfi í öllum aðildarlöndum sambandsins (UEFA Licensing Audit). Fulltrúi SGS mun skoða vel alla uppbyggingu leyfiskerfis KSÍ, verkferla, vinnulag og fleira sem snýr að stjórnun leyfiskerfisins. Þessi úttekt SGS er árviss viðburður og síðustu tvö ár var engin athugasemd gerð við uppbyggingu leyfiskerfis KSÍ.