U19 kvenna - Öruggar um sæti í milliriðlum
Stelpurnar í U19 kvenna lögðu stöllur sínar frá Ísrael í dag í undankeppni EM en leikið er í Búlgaríu. Lokatölur urðu 2 - 0 og komu bæði mörkin í fyrri hálfleiknum. Katrín Ásbjörnsdóttir og Sigrún Ella Einarsdóttir skoruðu mörk Íslands.
Í hinum leiknum bar Úkraína sigurorð af Búlgaríu, 1 - 0. Þetta þýðir að Úkraína og Ísland eru efst og jöfn með sex stig og hafa tryggt sér sæti í milliriðlum því Búlgaría og Ísrael eru án stiga þegar ein umferð er eftir. Ísland og Úkraína mætast svo á fimmtudag og ræðst þá hvor þjóðin nælir sér í efsta sæti riðilsins. Skal snemma risið úr rekkju þann daginn því leikurinn hefst kl. 08:30 að íslenskum tíma.