Friður í einn dag – Peace One Day
Þann 21. september næstkomandi verður alþjóðlegur dagur friðar haldinn í 12. sinn – Peace One Day . Markmið verkefnisins er að hvetja stríðandi fylkingar um heim allan til að leggja niður vopn í einn dag.
Knattspyrnuhreyfingin um allan heim tekur þátt í þessu verkefni og tileinkar alla knattspyrnuleiki sem fram fara þennan dag baráttunni fyrir friði í heiminum, í 192 aðildarlöndum Sameinuðu þjóðanna.
Það eru ekki margir leikir á vegum KSÍ sem fara fram á Íslandi þennan dag, en engu að síður er sjálfsagt að tileinka þá leiki baráttunni fyrir friði í heiminum.