• mið. 08. sep. 2010
  • Landslið

U21 karla - Styrkleikaflokkarnir tilbúnir

Byrjunarlið Íslands U21 gegn Þýskalandi í Kaplakrika 2010
Isl-Thys_U21_2010_008

UEFA tilkynnti í dag hvernig raðað er í styrkleikaflokka þegar dregið verður í umspilinu fyrir úrslitakeppni EM hjá U21 karla.  Dregið verður á morgun í Herning í Danmörku og hefst drátturinn kl. 10:30 að íslenskum tíma.

Ísland er í B flokki en sjö þjóðir skipa hvorn flokk og geta þjóðir í sama flokki, ekki dregist saman.  Eins getur Ísland ekki dregist gegn Tékklandi þar sem þessar þjóðir voru saman í riðli í undankeppninni.

Farið var eftir árangri í tveimur síðustu keppnum þegar raðað var í flokka en einungis sigurvegarar riðlanna gátu lent í A - flokki.

A - flokkur:

  • Svíþjóð
  • Holland
  • Tékkland
  • Rúmenía
  • Ítalía
  • Króatía
  • Skotland

B flokkur:

  • Grikkland
  • Sviss
  • Úkraína
  • Spánn
  • England
  • Hvíta Rússland
  • Ísland