• þri. 07. sep. 2010
  • Landslið

U21 karla - Strákarnir tryggðu sér sæti í umspili

Merki U21 karla
UEFA_U21_karla

Strákarnir í U21 karla tryggðu sér sæti í umspili fyrir úrslitakeppni U21 karla en hún fer fram í Danmörku á næsta ári.  Dregið verður í umspilið næstkomandi föstudag.  Ísland var með fjórða bestan árangur í öðru sæti úr riðlunum tíu.

Íslensku strákarnir máttu hinsvegar þola tap gegn Tékkum í síðasta leik þeirra í undankeppninni.  Lokatölur urðu 3 - 1 Tékkum í vil eftir að staðan hafði verið 1 - 0 í hálfleik.  Alfreð Finnbogason skoraði mark Íslendinga á 80. mínútu en þá voru Tékkar komnir í 3 - 0.  Íslendingum þurfti jafntefli til að tryggja sig áfram í umspilið og eftir leikinn biðu leikmenn og forráðamenn spenntir eftir öðrum úrslitum.  Þegar kom í ljós að Rússar og Rúmenar höfðu gert markalaust jafntefli þá braust út mikill fögnuður hjá hópnum enda frábær árangur í höfn.

Þær fjórtán þjóðir sem verða í umspilinu eru:

  • Rúmenía
  • Sviss
  • Ítalía
  • Holland
  • Tékkland
  • Svíþjóð
  • Króatía
  • Úkraína
  • Grikkland
  • Skotland
  • Spánn
  • England
  • Hvíta Rússland
  • Ísland

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag á dráttinum verða birta síðar.  Danir fara beint í úrslitakeppnina sem gestgjafar og verða þar áttunda þjóðin.