Landsliðið komið til Danmerkur
A-landslið karla er komið til Danmerkur fyrir leikinn við heimamenn í undankeppni EM 2012 á þriðjudag. Æft var tvisvar á sunnudeginum við toppaðstæður á Tårnby Stadion, aðeins 10 mínútna akstur frá Hóteli íslenska liðsins.
Nokkrir fulltrúar fjölmiðla voru mættir á æfinguna í morgun og ræddu við leikmennina fyrir æfingu og tóku myndir á meðan á henni. Aðdáendur, ungir sem aldnir voru einni mættir og fengu eiginhandaráritanir á ýmsa muni.
Allir leikmennirnir í hópnum tóku þátt í morgunæfingunni og var mikill kraftur í hópnum.
Hægt er að skoða myndir á Facebok-síðu KSÍ og meira efni á Í blíðu og stríðu-vefnum.