• fös. 03. sep. 2010
  • Landslið

Norskur sigur í Laugardalnum

A landslið karla
ksi-Akarla

Íslenska liðið var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og leiddu verðskuldað í leikhléi.  Markið skoraði Heiðar Helguson með laglegri hælspyrnu eftir góðan undirbúning hjá Gylfa Þór Sigurðssyni.

Norðmenn komu ákveðnir til leik í síðari hálfleik og jöfnuðu metin á 58. mínútu og sigurmarkið kom svo þegar um 15 mínútur lifðu eftir af leiknum.  Norðmenn héldu svo fengnum hlut og fögnuðu vel í leikslok en vonbrigði íslensku strákana leyndu sér ekki.

Íslenska liðið heldur utan á morgun en þriðjudaginn 7. september leika þeir við Dani og fer sá leikur fram á Parken.  Leikurinn hefst kl. 20:15 að staðartíma eða 18:15 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.