Börn úr Fossvogsskóla flytja nýja útgáfu að þjóðsöngnum í hálfleik
Í hálfleik á viðureign Ísland og Noregs á föstudagskvöld mun hópur barna úr Fossvogsskóla flytja nýja útgáfu á þjóðsöng Íslendinga - Lofsöngi Matthíasar Jochumssonar. Um þessar mundir er unnið að því verkefni að gefa íslenska þjóðsönginn út sem kennsluefni fyrir grunnskóla og heimili landsins.
Vegna mikils tónsviðs er lagið erfitt til söngs, en hefur nú verið lækkað og börnin úr Fossvogsskóla sungu lagið auðveldlega inn á hljómdisk, undir styrkri leiðsögn Guðmundar Norðdahl.