• mið. 01. sep. 2010
  • Landslið

Æft á Keflavíkurvelli við góðar aðstæður

Jóhann Berg og Rúrik með ungum aðdáanda
A-landslid-karla-310810-009

Það var létt yfir íslenska landsliðshópnum á æfingu í Keflavík á þriðjudag.  Liðið æfði á Keflavíkurvelli við afar góðar aðstæður og greinileg tilhlökkun í mannskapnum fyrir leikinn við Noreg á föstudag.  Strákarnir vonast eftir sem flestum á leikinn og treysta á öflugan og háværan stuðning.

Allir leikmenn voru komnir til landsins og mættir á æfingu, þó ekki hafi allir tekið þátt í æfingunni af fullum krafti.  Eins og gengur og gerist í knattspyrnu þurfa menn annað slagið að glíma við hnjask og smávægileg meiðsli, og vilja sumir meina að slíkt veri algengara eftir því sem leikmenn eldast, en ekki verður lagt mat á það hér.

Hitað var upp með léttu skokki og reitabolta og síðan var skipt í tvö lið ungir / gamlir.  Fer tvennum sögum af því hvernig sá leikur fór, allt eftir því við hvern er talað.

Æfing í Keflavík fyrir leikinn við Noreg 2010

Æfing í Keflavík fyrir leikinn við Noreg 2010

Ólafur Jóhannesson og Pétur Pétusson