U21 karla - Hópurinn tilkynntur fyrir Tékkaleikinn
Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Tékkum, þriðjudaginn 7. september. Leikurinn fer fram í Jablonec og hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma. Þrír nýliðar eru í hópnum að þessu sinni.
Leikurinn hefur mikið vægi því íslenska liðið á ennþá ágæta möguleika á því að tryggja sér sæti í umspili um sæti í úrslitakeppni EM sem fer fram í Danmörku á næsta ári. Efsta lið riðilsins fer í umspil ásamt þeim fjórum þjóðum er bestan árangur hafa úr riðlunum tíu. Ísland er sem stendur í öðru sæti riðilsins með 16 stig eftir sjö leiki. Tékkar eru í efsta sæti, hafa 18 stig eftir sex leiki. Tékkar taka á móti Þjóðverjum á föstudaginn og fari Þjóðverjar með sigur af hólmi í þeim leik, geta Íslendingar tryggt sér efsta sæti riðilsins með sigri á Tékkum.
Eyjólfur hefur valið 18 leikmenn fyrir þennan mikilvæga leik og má sjá hópinn hér að neðan.