Ísland - Noregur á föstudaginn - Tryggið ykkur miða
Senn líður að stórleik Íslands og Noregs fer fram á Laugardalsvelli, föstudaginn 3. september kl. 19:00. Miðasala er í fullum gangi og um að gera fyrir knattspyrnuáhugafólk að tryggja sér miða á þennan fyrsta leik Íslendinga í undankeppni EM 2012.
Það eru þrjú miðaverð í boði á þennan leik og er 500 króna afsláttur á miðaverði ef keypt er í forsölu á netinu. Börn 16 ára og yngri fá miða með 50% afslætti og reiknast sá afsláttur af fullu verði.
Á leikdegi verður einnig hægt að kaupa miða í miðasölu Laugardalsvallar og hefst miðasala þar kl. 10:00.
Miðaverð (í forsölu til og með 2. september)
Rautt Svæði, 5.000 kr (4.500 í forsölu)
Blátt Svæði, 3.500 kr (3.000 í forsölu)
Grænt Svæði, 2.000 kr (1.500 í forsölu)
ATH 50% afsláttur er fyrir börn, 16 ára og yngri. (afsláttur reiknaður frá fullu verði)
Ísland og Noregur hafa mæst 28 sinnum í A-landsliðum karla og hefur íslenska liðið ekki leikið jafn oft gegn neinu liði. Ísland hefur unnið 7 sinnum, fimm sinnum hafa liðin gert jafntefli, en Norðmenn hafa farið með sigur af hólmi 16 sinnum. Þessar frændþjóðir voru einnig saman í riðli í undankeppni HM 2010 og gerðu liðin þá jafntefli í báðum viðureignunum, og í báðum leikjum var íslenska liðið óheppið að landa ekki sigri.
Skyldu strákarnir okkar stíga skrefinu lengra að þessu sinni og leggja Norðmenn? Leggðu þitt af mörkum og tryggðu þér miða á leikinn!
Styðjum strákana okkar! Áfram Ísland!