• mið. 25. ágú. 2010
  • Landslið

Síðasta 16 liða úrslitakeppnin

EURO 2012
euro-2010-logo-black-75p

Keppt er um Evrópumeistaratitil A-landsliða karla fjórða hvert ár.  Í úrslitakeppninni hafa knattspyrnuunnendur getað fylgst með helstu knattspyrnustjörnum álfunnar alveg síðan 1960, þegar fyrsta keppnin fór fram.

Fyrir úrslitakeppni EM 2012, sem fram fer í Póllandi og Úkraínu er fyrst keppt í riðlum, síðan umspili, og loks í 16 liða úrslitakeppni.  Gestgjafarnir tveir eiga öruggt sæti í úrslitakeppninni og þurfa ekki að leika í riðlakeppninni.

Riðlakeppninni er skipt upp í níu riðla sem í eru fimm eða sex lið.  Allir leika við alla í hverjum riðli, heima og heiman.  Efsta lið hvers riðils kemst beint í úrslitakeppnina, ásamt því liði sem er með bestan árangur í öðru sæti yfir alla riðlana, og er þá einungis reiknaður árangur fimm efstu liðanna, þ.e. neðsta liðinu í sex liða riðlunum er sleppt í útreikningnum.  Hin átta liðin sem eru í öðru sæti leika í umspili, heima og heiman, um sæti í úrslitakeppninni.  Liðunum 16 í úrslitakeppninni er skipt í fjóra riðal og komast efstu tvö lið hvers riðils áfram í 8-liða útsláttarkeppni. 

UEFA EURO 2012 verður síðasta úrslitakeppni EM A-landsliða karla sem í verða 16 lið, því 2016 verður liðunum fjölgað í 24.

Leikdagar í undankeppni EM 2012 eru breyttir frá því sem áður var, en nú er jafnan leikið á föstudögum/laugardögum og þriðjudögum, en áður var leikið á laugardögum og miðvikudögum.