• sun. 22. ágú. 2010
  • Landslið

Harpa í 18 manna hópinn í stað Hólmfríðar

Harpa Þorsteinsdóttir
akvenna2010-harpa-Mynd0028

Harpa Þorsteinsdóttir fer með íslenska kvennalandsliðinu til Eistlands fyrir lokaleikinn í riðlinum í undankeppni HM 2011, sem fram fer á miðvikudag.  Hólmfríður Magnúsdóttir er í leikbanni í leiknum og því kemur Harpa í hennar stað.  Góðar líkur eru á því að Rakel Hönnudóttir geti verið með í leiknum á miðvikudag, en hún meiddist í leiknum við Frakka á laugardag og gat ekki leikið seinni hálfleikinn.

Liðið æfði á Álftanesvelli í dag, sunnudag, við góðar aðstæður, og skellti sér svo í hina stórglæsilegu sundlaug þeirra Álftnesinga.