• lau. 21. ágú. 2010
  • Landslið

Viðurkenningar fyrir knattþrautir afhentar í hálfleik á ísland-Frakkland

Knattþrautir 2010
Island-France05

Tæplega fimmtíu ungum stúlkum sem sýndu góða ástundun og góðar framfarir í knattþrautum KSÍ í sumar voru veittar viðurkenningar í hálfleik á viðureign Íslands og Frakklands í undankeppni HM 2011.  Fyrir leikinn stóðu þær heiðursvörð þegar liðin gegnu inn á völlinn og á meðan þjóðsöngurinn var leikinn. 

Geir Þorsteinsson formaður KSÍ afhenti stúlkunum viðurkenningarskjal og mánaðaráskrift að Stöð 2 sport fyrir frammistöðuna.  Við verkið naut Geir aðstoðar liðsmanna kvennalandsliðsins, þeirra Hörpu Þorsteinsdóttur, Thelmu Bjarkar Einarsdóttur, Silvíu Ránar Sigurðardóttur og Þóru B. Helgadóttur.