• lau. 21. ágú. 2010
  • Landslið

Þrjár léku áfangaleiki fyrr á árinu

Hólmfríður ásamt Guðrúnu Ingu Sívertsen og Ragnhildi Skúladóttur
Island-France07-Frida50

Þrír leikmenn íslenska kvennalandsliðsins náðu áfanga í landsleikjafjölda á árinu.  Sara Björk Gunnarsdóttir og Rakel Hönnudóttir léku sinn 25. A-landsleik og Hólmfríður Magnúsdóttir lék sinn 50. A-landsleik á árinu.  Þær voru allar heiðraðar að loknum leik Íslands og Frakklands.

Af þessu tilefni fengu þær að gjöf glæsilegt úr fyrir 25 leiki og styttu fyrir 50. leiki, eins og hefð er fyrir er gert er ráð fyrir í reglugerð um veitingu landsliðs- og heiðursmerkja.

Þá lék Sif Atladóttir sinn 25. A-landsleik gegn Frakklandi á laugardag.

Rakel ásamt Guðrúnu Ingu Sívertsen og Ragnhildi Skúladóttur

Sara Björk ásamt Guðrúnu Ingu Sívertsen og Ragnhildi Skúladóttir

Hólmfríður ásamt Guðrúnu Ingu Sívertsen og Ragnhildi Skúladóttur