• lau. 21. ágú. 2010
  • Landslið

Franskur sigur í Laugardalnum

Byrjunarlið Íslands gegn Frakklandi
Island-France01

 

Íslensku stelpurnar biðu lægri hlut gegn Frökkum á Laugardalsvelli í dag.  Lokatölur urðu 0 - 1 eftir að markalaust var í leikhléi.  Þar með eru möguleikar íslenska liðsins úr sögunni um sæti á HM í Þýskalandi en franska liðið hefur tryggt sér sæti í umspili um að komast þangað.

Íslenska liðið byrjað gegn vindinum en byrjaði engu að síður af krafti og uppskar hornspyrnu strax á fyrstu mínútu.  Franska liðið komst svo betur inn í leikinn þegar leið á hálfleikinn og voru heldur hættulegri upp við markið í fyrri hálfleiknum en Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð vaktina vel í marki íslenska liðsins.

Með vindinn í bakið sótti íslenska liðið meira að það voru hinsvegar Frakkar sem skoruðu eina mark leiksins á 60. mínútu eftir skyndisókn.  Þrátt fyrir ágætis tilraunir tókst íslenska liðinu ekki að skora og Frakkar fögnuðu sigri og, um leið, efsta sæti riðilsins.  Íslenska liðinu var engu að síður klappað lof í lófa fyrir frammistöðu sína af 3.710 áhorfendum sem mættu á Laugardalsvöllinn í dag.

Einn leikur er eftir hjá íslenska liðinu í undakeppninni en liðið heldur til Eistlands á mánudaginn og mæta heimastúlkum þar á miðvikudaginn.