• fös. 20. ágú. 2010
  • Landslið

Byrjunarliðið gegn Frökkum tilkynnt

Merki HM kvenna í Þýskalandi 2011
HM_kvenna_2011

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur tilkynnt hvernig byrjunarliðið verður gegn Frökkum í hinum mikilvæga leik í undankeppni HM 2011 á Laugardalsvellinum á laugardag kl. 16:00.

Katrín Jónsdóttir fyrirliði verður með í leiknum og byrjar inn á, en Þóra B. Helgadóttir er fjarri góðu gamni vegna meiðsla og verðu hún ekki heldur með í leiknum gegn Eistlandi á miðvikudag.

Leikaðferðin er 4-5-1, með fjögurra manna vörn, tvo varnartengiliði og leikur Margrét Lára fyrir aftan Dagnýju Brynjarsdóttur í framlínunni.

Markvörður

Guðbjörg Gunnarsdóttir

Hægri bakvörður

Rakel Hönnudóttir

Vinstri bakvörður

Ólína G. Viðarsdóttir

Miðverðir

Katrín Jónsdóttir fyrirliði og Sif Atladóttir

Tengiliðir

Edda Garðarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir

Hægri kantmaður

Dóra María Lárusdóttir

Vinstri kantmaður

Hólmfríður Magnúsdóttir

Sóknartengiliður

Margrét Lára Viðarsdóttir

Framherji

Dagný Brynjarsdóttir

Þéir leikmenn sem verða utan 18 manna hóps að þessu sinni verða því Sylvía Rán Sigurðardóttir, Harpa Þorsteinsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir.

Liðið var tilkynnt leikmönnum á fundi nú í kvöld.  Myndin hér að neðan er frá þeim fundi.

Frá fundi A-landsliðs kvenna