• mán. 16. ágú. 2010
  • Landslið

Landsliðshópur kvenna gegn Frökkum næsta laugardag

Íslensku stelpurnar fagna marki gegn Írum
Alidkv2008-12-037

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari kvenna kynnti í hádeginu í dag 22 manna landsliðshóp fyrir leikinn við Frakka í undankeppni HM 2011, en Ísland og Frakkland mætast á Laugardalsvelli á laugardag kl. 16:00.

Viðureign liðanna er algjör lykilleikur í riðlinum eins og flestir vita, og eru allar líkur á að íslenska liðið þurfi að vinna með þremur mörkum, auk þess að vinna Eistland í lokaleik riðilsins til að hafna í efsta sætinu.  Það er því um að gera að fjölmenna á völlinn og styðja dyggilega við bakið á stelpunum okkar, sem hafa sett stefnuna á úrslitakeppnina, sem fram fer í Þýskalandi 2011.

Katrín Jónsdóttir er leikjahæsti leikmaður liðsins með 100 leiki.  Eini leikmaðurinn í hópnum sem hefur ekki leikið landsleik er Silvía Rán Sigurðardóttir.

Miðasala á leikinn er í fullum gangi á www.midi.is.

Hópurinn