Yngri iðkendum boðið frítt á Ísland-Liechtenstein
KSÍ hefur ákveðið að bjóða yngri iðkendum aðildarfélaga sinna ókeypis aðgang að vináttulandsleik Íslands og Liechtenstein sem fram fer á Laugardalsvelli miðvikudaginn 11. ágúst kl. 19.30.
Aðildarfélög KSÍ sem vilja koma með hópa yngri iðkenda sinna (3. flokkur og yngri) á leikinn er bent á að senda póst á Þóri Hákonarson, thorir@ksi.is. Tilgreina þarf félag, fjölda iðkenda og tengilið/forráðamann.
Gert er ráð fyrir að hóparnir komi í fylgd með forráðamönnum sem að sjálfsögðu fá líka frímiða. Miðar verða afhentir forráðamönnum á Laugardalsvelli á morgun, þriðjudag, eða fyrir hádegi á leikdag, miðvikudag.
Jafnframt viljum við benda á að U21 árs landsliðs karla leikur gegn Þýskalandi sama dag, miðvikudag, kl. 16.15 á Kaplakrikavelli og er frítt inn á þann leik.
KSÍ vill hvetja aðildarfélög til að nýta tækifærið, koma á Laugardalsvöll og styðja við bakið á strákunum okkar í þessum vináttulandsleik sem er síðasti leikur landsliðsins fyrir undankeppni EM sem hefst með leik gegn Noregi þann 3. september.