• fös. 06. ágú. 2010
  • Landslið

Norðurlandamót U17 karla - Sigurmark Englands í uppbótartíma

U17 landslið karla
ksi-u17karla

Strákarnir í U17 tókust á við Englendinga í dag en þetta var lokaleikur liðsins í riðlakepni Norðurlandamótsins sem fram fer í Finnlandi.  Lokatölur urðu 2 - 1 Englendingum í vil og kom sigurmark þeirra á lokasekúndum í uppbótartíma leiksins.

Um var að ræða hörkuleik hjá strákunum og besta leik liðsins til þessa í mótinu.  Staðan var markalaust í leikhléi en Englendingar komust yfir í byrjun seinni hálfleiks.  Oliver Sigurjónsson jafnaði metin á 56. mínútu og var þetta fyrsta markið sem England fær á sig í mótinu.  Þegar örfáar sekúndur voru í að flautað var til leiksloka tryggðu Englendingar sér sigur, mikil vonbrigði eftir góðan leik strákanna.

Leikið verður um sæti á sunnudaginn en ekki er ljóst, þegar þetta er skrifað, um hvaða sæti Íslendingar leika ná hverjir mótherjarnir verða þá.