Norðurlandamót U17 karla - Leikið við England í dag
Strákarnir í U17 leika í dag síðasta leik sinn í riðlakeppni Norðurlandamótsins sem fer fram í Finnlandi þessa dagana. Mótherjarnir í dag er jafnaldrar þeirra frá Englandi en þeir ensku hafa unnið báða leiki sína til þessa og eru í efsta sæti riðilsins.
Íslenska liðið hefur þrjú stig, líkt og Danir, en Finnar eru án stiga. Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn og er það þannig skipað:
Byrjunarliðið:
Markvörður: Bergsteinn Magnússon
Hægri bakvörður: Guðmundur Friðriksson
Vinstri bakvörður: Aron Grétar Jafetsson
Miðverðir: Sindri Snæfells Kristinsson og Hjörtur Hermannsson
Tengiliðir: Þórður Jón Jóhannesson, Oliver Sigurjónsson og Aron Elís Þrándarson
Hægri kantur: Arnar Aðalgeirsson
Vinstri kantur: Ragnar Bragi Sveinsson
Framherji: Hafþór Mar Aðalgeirsson