• fös. 06. ágú. 2010
  • Fræðsla

Bikarúrslitaráðstefna KÞÍ og KSÍ laugardaginn 14.ágúst

Stuart Baxter
Stuart_Baxter

 

Í tengslum við úrslitaleiki í VISA bikarkeppni karla og kvenna mun Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir ráðstefnu.  Undanfarin ár hafa þessir viðburðir verið afar vel sóttir af þjálfurum.  Í ár verður ráðstefnan haldin sameiginleg á laugardaginn 14. ágúst í húsakynnum KSÍ í Laugardal.   Ráðstefnan er öllum opin.

Aðalfyrirlesari er Stuart Baxter landsliðsþjálfari karlalandsliðs Finna.  Hann hefur víðtæka reynslu sem þjálfari  og hefur meðal annars þjálfað félagslið í Portúgal, Noregi, Svíþjóð og Japan ásamt því að hafa þjálfað landslið Suður Afríku og U19 landslið Englendinga.  

Þjálfarar liðanna í bikarúrslitum karla og kvenna mæta, segja frá og svara spurningum.   Ásamt því að sérfræðingar spá í spilin og fara yfir styrkleika og veikleika liðanna í úrslitum. 

Laugardagur 14. ágúst   Ráðstefna KÞÍ og KSÍ       

Dagskrá:

09:00  Ávarp formanns KÞÍ - Sigurður Þórir Þorsteinsson
09:05  Ávarp formanns fræðslunefndar KSÍ - Ragnhildur Skúladóttir
09:10  Liðin í úrslitaleik kvenna - spáð í spilin - Jóhannes Karl Sigursteinsson
09:30 Þjálfari Vals - Freyr Alexandersson
09:45 Þjálfari Stjörnunnar - Ólafur Þór Guðbjörnsson
10:00  Kaffihlé
10:15  THE IMPORTANCE OF QUALITY INFORMATION AND DELIVERY - Stuart Baxter
11:45  Kaffihlé
12:00  Liðin í úrslitaleik karla - spáð í spilin - Ólafur Kristjánsson
12:20  Þjálfari FH - Heimir Guðjónsson
12:35  Þjálfari KR - Rúnar Kristinsson
12:50  Ráðstefnuslit - Léttar veitingar
            

Laugardagur 14. ágúst  VISA bikar úrslitaleikur karla                   18:00     FH – KR

Sunnudagur 15. ágúst  VISA bikarúrslitaleikur kvenna                16:00     Stjarnan – Valur 

Þátttaka á ráðstefnunni gildir sem 6 tímar í endurmenntun KSÍ A (UEFA A) og KSÍ B (UEFA B) þjálfara.

Þátttökugjald er 3.000- krónur fyrir félagsmenn KÞÍ en 4.000- krónur fyrir aðra.  Miði á báða leikina og veitingar eru innifaldar í verðinu.

Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur en skráning er hafin með tölvupósti á netfangið kthi@kthi.is eða siggi@ksi.is  -  taka þarf fram nafn og kennitölu.  Greiðsla fer fram við innganginn.