• þri. 03. ágú. 2010
  • Landslið

U21 karla - Hópurinn valinn fyrir leikinn gegn Þýskalandi

U21 landslið karla
ksi-u21karla

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hóp sinn er mætir Þjóðverjum í undankeppni fyrir EM 2011.  Leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli, miðvikudaginn 11. ágúst kl. 16:15.

Þessa þjóðir mættust í Magdeburg í sömu keppni í mars síðastliðnum og lauk þeim leik með 2 - 2 jafntefli þar sem þeir Kolbeinn Sigþórsson og Bjarni Þór Viðarsson skoruðu fyrir íslenska liðið.

Íslenska liðið er sem stendur í öðru sæti riðilsins með 13 stig eftir sex leiki.  Tékkar eru í efsta sætinu með fullt hús eftir fimm leiki og Þjóðverjar í því þriðja með 8 stig einnig eftir fimm leiki.  Annað sæti riðilsins getur gefið sæti í umspili fyrir úrslitakeppni EM 2011 sem fram fer Danmörku.

Hópurinn

Staðan í riðlinum