• þri. 03. ágú. 2010
  • Landslið

Hópurinn sem mætir Liechtenstein - Miðasala hafin

Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum
Islenskir_ahorfendur

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag þá 18 leikmenn sem mæta Liechtenstein í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, miðvikudaginn 11. ágúst kl. 19:30.  Miðasala á leikinn opnaði í dag en sem fyrr fer salan fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Hópurinn

Þetta er síðasti vináttulandsleikurinn sem liðið leikur fyrir undankeppni EM 2012 en þar hefja Íslendingar leik gegn Norðmönnum, föstudaginn 3. september, einnig á Laugardalsvelli.

Þetta er í sjötta skiptið sem þjóðirnar mætast í landsleik.  Íslendingar hafa þrisvar farið með sigur af hólmi, einu sinni hefur orðið jafntefli og Liechtenstein hefur einu sinni borið sigur úr býtum.  Þjóðirnar mættust síðast í vináttulandsleik á æfingamóti á La Manga í febrúar á síðasta ári og sigruðu Íslendingar þar með tveimur mörkum gegn engu.

Miðaverð:

  • Rautt svæði kr. 2.500, forsala kr. 2.000
  • Grænt svæði kr. 1.500, forsala kr. 1.000
  • Blátt svæði kr. 1.500, forsala kr. 1.000

50% afsláttur er fyrir börn og reiknast afsláttur af fullu verði

Miðasala

Hólf á Laugardalsvelli