• fim. 29. júl. 2010
  • Landslið

Liechtenstein tilkynnir hópinn fyrir leikinn gegn Íslandi

liechtenstein_logo
liechtenstein_logo

Hans-Peter Zaugg, landsliðsþjálfari Liechtenstein, hefur tilkynnt landsliðshóp sinn er mætir Íslendingum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, 11. ágúst næstkomandi.  Þetta er síðasti undirbúningsleikur íslenska liðsins áður en undankeppni EM 2012 en þar hefja Íslendingar leik gegn Noregi.

Hópurinn hjá Liechtenstein er skipaður 17 leikmönnum og eru fjórir nýliðar í hópnum, þar af báðir markverðir hópsins.  Tólf af sautján leikmönnum koma frá tveimur félögum, FC Vaduz og USV Eschen/Mauren.  Frægast leikmaður liðsins sá leikjahæsti og markahæsti, Mario Frick, fer fyrir hópnum en þessi leikmaður St. Gallen hefur leikið 92 landsleiki og skorað í þeim 14 mörk.

Hópurinn