Norðmenn tilkynna hóp sinn fyrir vináttulandsleik gegn Frökkum
Egil Olsen, landsliðsþjálfari Noregs, hefur tilkynnt leikmannahópinn er mætir Frökkum í vináttulandsleik, miðvikudaginn 11. ágúst í Noregi. Norðmenn eru sem kunnugt er, fyrstu mótherjar okkar Íslendinga í undankeppni fyrir EM 2012. Íslendingar mæta Liechtenstein í vináttulandsleik á Laugardalsvelli sama dag.
Búast má við að uppistaða þessa norska hóps verði svo hér á Laugardalsvelli, föstudaginn 3. september, þegar Ísland tekur á móti Noregi. Rétt er að geta þess að miðasala á leikinn er nú í fullum gangi.
Norski hópurinn er þannig skipaður (tölur segja um leiki og mörk):
Markverðir:
Rune Almenning Jarstein Viking 8 0
Jon Knudsen Stabæk 14 0
Aðrir leikmenn:
Mohammed Abdellaoue Vålerenga 5 0
John Carew Aston Villa 83 22
Vadim Demidov Rosenborg 3 0
Christian Grindheim Heerenveen 34 2
Brede Hangeland Fulham 60 0
Henning Hauger Stabæk 11 0
Erik Huseklepp Brann 11 1
Tom Høgli Tromsø 12 0
Ruben Yttergård Jenssen Tromsø 1 0
Morten Gamst Pedersen Blackburn 58 13
Bjørn Helge Riise Fulham 22 1
John Arne Riise Roma 87 12
Espen Ruud Odense 2 0
Per Ciljan Skjelbred Rosenborg 15 0
Jan Gunnar Solli Brann 38 1
Kjetil Wæhler Aalborg 15 1