• mán. 26. júl. 2010
  • Pistlar

CORE - Þjálfun og menntun dómara framtíðarinnar

Gylfi Orrason
Gylfi_Orrason

UEFA hefur nú hrundið af stað metnaðarfullri áætlun um þjálfun og menntun knattspyrnudómara framtíðarinnar (25 – 30 ára). Í þeim tilgangi hefur verið komið á fót “menntasetri” knattspyrnudómara í höfuðstöðvum samtakanna í Nyon í Sviss.

Verkefninu, sem fengið hefur heitið “CORE” (Centre Of Refereeing Excellence), verður hrundið af stað nk. haust. Árlega mun þannig þremur ungum íslenskum dómurum (1 dómara og 2 aðstoðardómurum) verða boðið að sækja æfingabúðir þar sem þeir munu njóta þjálfunar og kennslu hæfustu manna í faginu, a.m.t. þeim David Elleray, Jaap Uilenberg og Alan Snoddy. Dómaranefnd KSÍ hefur nú tilnefnt eftirfarandi dómara til þess að verða fulltrúar Íslands í fyrsta holli:

  • Gunnar Jarl Jónsson (dómari)
  • Gylfi Már Sigurðsson (aðstoðardómari)
  • Birkir Sigurðarson (aðstoðardómari)

Þeir munu fyrst sækja tveggja vikna námskeið í lok október og síðan aftur viku námskeið í júní á næsta ári. Val þeirra ætti varla að koma nokkrum á óvart, enda hefur frammistaða þeirra á keppnistímabilinu, að mat dómaranefndar, verið frábær, auk þess sem metnaður þeirra og ástundun við æfingar hefur verið til eftirbreytni. Til hamingju strákar !

Þess má geta að Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, á sæti í þeim vinnuhóp innan dómaranefndar UEFA sem hrinti þessu framtaki af stokkunum.