• lau. 24. júl. 2010
  • Landslið

Tveggja marka tap hjá U18 karla

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

Strákarnir í U18 biðu lægri hlut gegn jafnöldrum sínum frá Noregi í dag en leikurinn var síðasti leikur liðanna í Svíþjóðarmótinu.  Lokatölur urðu 2 - 0 Norðmönnum í vil eftir að þeir höfðu leitt með einu marki í leikhléi.

Íslenska liðið náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik og Norðmenn komust yfir á 14. mínútu og leiddu þannig í leikhléi.  Seinni hálfleikur var mun betri hjá íslenska liðinu og fengu þeir þrjú góð færi áður en að Norðmenn bættu við sínu öðru marki á 59. mínútu og þar við sat.

Íslensku strákarnir luku því keppni með þrjú stig á mótinu, lögðu Wales en töpuðu fyrir Noregi og Svíþjóð.