Frábærar viðtökur á ferðalagi Katrínar og Þóru
Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir og Þóra B. Helgadóttir voru á ferðinni í vikunni en þá heimsóttu þær knattspyrnustelpur á Austur- og Norðausturlandi. Þær héldu fyrirlestra, stjórnuðu æfingum og ræddu við stelpurnar um boltann og annað sem bar á góma.
Þær Katrín og Þóra fengu frábærar viðtökur á ferðalagi sínu en þær byrjuðu á Hornafirði, fóru þaðan á Egilsstaði og Reyðarfjörð. Húsavík var næsti áfangastaður áður en endað var á Akureyri.
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá heimsóknum þeirra á Húsavík og Akureyri en enn ein landsliðskonan bættist við á Akureyri því Rakel Hönnudóttir var meðal þeirra sem aðstoðaði þær á Akureyri.
Einnig er hér tengill inn á heimasíðu Þórs þar sem m.a. er myndband með stuttu viðtali við þær stöllur ásamt fleiri myndum af heimsókninni á Akureyri.
Frétt af heimasíðu Þórs með myndbandi