• mán. 19. júl. 2010
  • Fræðsla

Katrín og Þóra heimsækja stelpur á norðaustur- og austurlandi

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir og Þóra B. Helgadóttir munu heimsækja nokkur bæjarfélög á norðaustur- og austurlandi dagana 20.-23. júlí og stýra þar æfingum fyrir ungar knattspyrnustelpur.

Þóra hefur undanfarin ár skipað sér sess sem einn fremsti markvörður Evrópu og leikur sem atvinnumaður með besta félagsliði Svíþjóðar, LdB Malmö. Katrín Ómarsdóttir er einn fjögurra Íslendinga sem leikur með Kristianstads DFF og hefur skorað tvö mörk í átta leikjum á yfirstandandi tímabili. Þóra á að baki 74 landsleiki fyrir A-landslið kvenna og Katrín 32 landsleiki. Það er því ljóst að þær stöllur búa yfir mikilli reynslu sem þær munu miðla af til stelpnanna á ferð sinni um norðaustur- og austurland.

Dagskrá ferðarinnar er sem hér segir:

Þriðjudagur 20. júlí

Höfn

13:30-15:00 Æfing 6. og 7. flokkur kvenna

15:15-15:45 Fyrirlestur fyrir 3. 4. Og 5. flokk kvenna

16:00-17:30 Æfing 3. 4. og 5. flokkur kvenna

Miðvikudagur 21. júlí

Egilsstaðir

13:30-15:00 Æfing 5. 6. og 7. flokkur kvenna

Reyðarfjörður

16:30-18:00 Æfing 5. 6. og 7. flokkur kvenna

Fimmtudagur 22. júlí

Húsavík

10:00-11:30 Æfing 6. 7. og 8. flokkur kvenna

13:00-14:30 Æfing 3. 4. og 5. flokkur kvenna

15:45-15:15 Fyrirlestur fyrir 3. 4. og 5. flokk kvenna

Föstudagur 23. júlí

Akureyri

10:00-11:30 Æfing hjá Þór 5. 6. og 7. flokkur kvenna

14:00-15:30 Æfing hjá KA 5. 6. og 7. flokkur kvenna

16:45-18:15 Æfing hjá KA 3. og 4. flokkur kvenna

18:30-19:00 Fyrirlestur fyrir 3. og 4. flokk kvenna hjá KA