Bagg er bögg – Átaksverkefni gegn munntóbaksnotkun
KSÍ, Jafningjafræðslan og Lýðheilsustöð hafa snúið bökum saman í baráttunni gegn notkun munntóbaks undir slagorðinu „Bagg er bögg“. Átakinu er ætlað að sporna við aukinni munntóbaksnotkun hjá ungu fólki, þar sem áhersla er lögð á unga knattspyrnuiðkendur. Verkefnið var kynnt á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag.
Upplýsingar um skaðsemi munntóbaks er að finna á vef Lýðheilsustöðvar: http://www.lydheilsustod.is/munntobak
Bagg er bögg – Sérstaklega í boltanum
- Hópþrýstingur spilar oft stórt hlutverk þegar fólk byrjar að „bagga“. Að geta sagt „nei“ við einhverju sem maður fílar ekki sýnir sjálfstæða hugsun og sterkan karakter.
- Margir ætla bara að „hætta þegar þeir verða háðir“... en það er ekkert grín að losa sig undan fíkninni því munntóbak er mjög ávanabindandi. Í því er fjórum sinnum meira magn af nikótíni heldur en í sígarettum og flestir vita hvað þær eru ávanabindandi.
- Þeir sem bagga daglega eru að meðaltali með tóbakið upp í sér í 12 tíma á sólarhring – margir ganga jafnvel svo langt að sofa með það og vakna oft á tíðum með tóbak í kokinu eða út um allan munn.
- Í munntóbaki eru 28 krabbameinsvaldandi efni. Sumar rannsóknir benda til að langvarandi regluleg notkun auki m.a. líkur á krabbameini í munnholi og brisi.
- Við munntóbaksnotkun gulna tennur, tannhold bólgnar og gómar rýrna. Þá fylgir þessu líka tannlos og andfýla, auk þess sem bragð- og lyktarskyn minnkar. Í ofanálag sýrir tóbakið í gegnum tannholdið svo holur geta myndast. Harðkjarna baggarar geta jafnvel potað í augun á sér í gegnum munninn!
- Sá sem er orðinn háður munntóbaki verður háður nikótíninu bæði líkamlega, andlega og félagslega. Notandinn verður stöðugt að fá nýjan skammt af nikótíni til að vera í andlegu og líkamlegu jafnvægi.
- Það einkennir mjög fíknina að notandinn „verður“ að fá efnið þótt hann „vilji“ það ekki. Margir sem eru háðir munntóbaki hafa löngun til að hætta að nota það.
- Sjúskaða hamstralúkkið er orðið vægast sagt mjög þreytt.
- Fáðu hjálp við að hætta að bagga í reyksímanum: 800 6030