• mán. 05. júl. 2010
  • Landslið

U17 kvenna leikur gegn Finnum í dag

U17 kvenna sem tekur þátt á Norðurlandamótinu í Danmörku
2010_juli_danmorkU17-009
Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað stúlkum 16 ára og yngri kom til Danmerkur í gær þar sem það tekur þátt í Norðurlandamóti en mótið er eitt það sterkasta í heiminum í þessum aldursflokki. Um 25 gráðu hiti var á fyrstu æfingu liðsins sem æfði í gær.
 
Aðstæður eru annars þær bestu fyrir slíkt mót, fínir keppnisvellir og virkilega sterkir andstæðingar.  Í dag leikur íslenska liðið fyrsta leik sinn á mótinu gegn Finnum og hefst hann kl. 15:00 að íslenskum tíma. Á þriðjudag verður leikið gegn Þýskalandi og gegn Svíum á fimmtudag.  Loks verður leikið um sæti á laugardag.
 
Fyrirliðar íslenska liðsins eru Lára Kristín Pedersen Aftureldingu og Írunn Þorbjörg Aradóttir Stjörnunni.
 
Hægt er fylgjast með úrslitum mótsins á heimasíðu mótsins sem er hér.
U17 kvenna sem tekur þátt á Norðurlandamótinu í Danmörku