Svissneskir dómarar á leik Íslands og Króatíu
Það verða dómarar frá Sviss sem verða við stjórnvölinn á leik Íslands og Króatíu í undankeppni fyrir HM 2011 sem fram fer á Laugardalsvelli. Leikurinn fer fram á morgun, þriðjudaginn 22. júní og hefst kl. 20:00.
Dómarinn heitir Esther Staubli og henni til aðstoðar verða löndur hennar, þær Eveline Bolli og Belinda Brem. Fjórði dómari er hinsvegar íslenskur og heitir Guðrún Fema Ólafsdóttir. Eftirlitsmaður UEFA á leiknum verður Nina Hedlund frá Noregi og dómaraeftirlitsmaður UEFA verður Angel Bungurov frá Makedóníu.
Miðasala er í gangi á midi.is og kostar miðinn einungis 1.000 krónur en frítt er inn fyrir börn 16 ára og yngri.
Allir á völlinn!!