• mið. 16. jún. 2010
  • Landslið
  • Dómaramál

Grískir dómarar á leik Íslands og Norður Írlands

Gríski dómarinn Thalia Mitsi
Thalia-Mitsi

Það verður dómaraþrenna frá Grikklandi sem verður við stjórnvölinn á landsleik Íslands og Norður Írlands sem fram fer á laugardaginn.  Hér er um að ræða mikilvægan leik í undankeppni fyrir HM 2011 og fer hann fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 19. júní kl. 16:00.

Dómari leiksins kemur frá Grikklandi og heitir Thalia Mitsi.  Henni til aðstoðar verða löndur hennar Urania Foskolou og Panagiota Koutsoumpou.  Fjórði dómari leiksins er svo Guðrún Fema Ólafsdóttir.

Miðasala á leikinn er í fullum gangi enn 1.000 krónur kostar fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri.