Súpufundur KSÍ 22. júní - Heilbrigðismál tengd HM í Suður Afríku
KSÍ heldur 4. súpufund þriðjudaginn 22. júní næstkomandi klukkan 12.15 í höfuðstöðvum KSÍ við Laugardalsvöll. Að þessu sinni mun Dr. David Sanders, sérfræðingur í lýðheilsumálum fjalla um heilbrigðismál tengd HM í Suður-Afríku.
Dr. Sanders er frá Suður-Afríku og erindi hans kallast: "In the Shadow of the World Cup of Soccer: Health Challenges and Public Health in South Africa". Erindi Dr. Sanders fer fram á ensku.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. KSÍ mun bjóða upp á súpu og brauð að vanda. Óskað er eftir að þátttakendur á súpufundinum skrái sig með því að senda tölvupóst á omar@ksi.is