Hópur Norður Íra - Tveir leikmenn frá Grindavík
Norður Írar hafa tilkynnt leikmannahóp sinn er mætir Íslendingum á Laugardalsvelli. Leikurinn er í undankeppni fyrir HM 2011 og fer fram laugardaginn 19. júní kl. 16:00. Í 18 manna hópi Norður Íra eru tveir leikmenn sem leika með Grindavík sem og tveir aðrir sem leikið hafa með íslenskum félagsliðum.
Framherjarnir Rachel Furness og Sarah McFadden leika með Grindavík í Pepsi-deildinni og miðjumaðurinn Kim Turner lék einnig með liðinu á síðasta ári sem þá var hið sameiginlega lið GRV. Þá lék varnarmaðurinn Ashley Hutton með Fylki og ÍR tímabilin 2007 og 2008. Þessir fyrrtöldu leikmenn gegna greinilega nokkru lykilhlutverki í hópnum því alls hafa 18 leikmenn hópsins skorað 15 landsliðsmörk og þar af hafa þessir fjórir leikmenn skorað 13 mörk.
Sex leikmenn hópsins koma frá Glentoran Belfast United og tveir frá Crusaders Strikers. Þessi félög bera höfuð og herðar yfir önnur í norður írskri kvennaknattspyrnu. Síðustu fimm keppnistímabil hafa þau skipst á tveimur efstu sætunum en Crusaders Strikers eru núverandi handhafar titilsins og eru í efsta sæti deildarinnar, þremur stigum á undan Glentoran Belfast, þegar átta umferðir eru búnar af yfirstandandi tímabili.
Markverðir:
- Emma Higgins Glentoran Belfast United
- Lucy Fagan Linfield
Varnarmenn:
- Nadene Caldwell Glentoran Belfast United
- Ashley Hutton Leeds United
- Julie Nelson Crusaders Newtownabbey Strikers
- Kelly Bailie Glentoran Belfast United
- Lyndsay Corry Glentoran Belfast United
- Mykyla Mulholland Glentoran Belfast United
Miðjumenn:
- Kim Turner Manchester City
- Danielle McDowell Crusaders Newtownabbey Strikers
- Alexandra Hurst Banbridge Ladies
- Simone Magill Mid Ulster Ladies
- Roisin Havelin Salford Ladies
- Kendra McMullan YMCA
Sóknarmenn:
- Rachel Furness Grindavík
- Demi Vance Glentoran Belfast United
- Sarah McFadden Grindavík
- Lynne McFrederick Fermanagh Mallards