• fös. 11. jún. 2010
  • Landslið

HM hefst í dag - Nýlegir mótherjar Íslands mætast í opnunarleik

Merki HM 2010 í Suður Afríku
HM2010SudurAfrika

EIns og flestum er kunnugt þá hefst heimsmeistarakeppnin í Suður Afríku í dag.  Opnunarleikurinn verður á milli gestgjafanna í Suður Afríku og Mexíkó.  Báðar þessar þjóðir hafa verið mótherjar Íslands á síðustu mánuðum.

Í október á síðasta ári komu Suður Afríkumenn hingað og léku vináttulandsleik við Íslendinga.  Lauk leiknum með 1 - 0 sigri Íslands.  Suður Afríkumenn hafa síðan þá skipt um landsliðsþjálfara en 11 leikmenn voru í hópnum hér á Laugardalsvelli sem eru í HM hóp Suður Afríkumanna.

Sami fjöldi, eða 11 talsins, eru í HM hóp Mexíkó og voru í hóp þeirra fyrir vináttulandsleik gegn Íslandi í Charlotte í mars á þessu ári.  Þeim leik lauk með markalausu jafntefli fyrir framan 63.277 áhorfendur á Bank of America Stadium.