• mán. 31. maí 2010
  • Dómaramál

Breytingar á knattspyrnulögunum - Taka gildi 1. júní á Íslandi

Snjallir erlendir leikmenn
Erlendir_leikmenn

Á fundum Alþjóðanefndar knattspyrnusambanda(IFAB) sem haldnir voru í mars og maí voru samþykktar breytingar á knattspyrnulögunum. Breytingarnar gilda fyrir alla knattspyrnuleiki er fram fara á Íslandi og taka gildi á morgun, 1. júní.   Breytingar sem samþykktar voru í mars hafa þegar verið kynntar aðildarfélögum KSÍ en rétt er að vekja sérstaklega athygli á breytingunum sem samþykktar voru nú á fundi 18. maí.

Er það annars vegar á 14. grein knattspyrnulaganna er varðar framkvæmd vítaspyrnu og svo á hlutverki fjórða dómara. 

Varðandi framkvæmd vítaspyrna er í ljósi aukinnar tilhneigingar leikmanna til að þykjast ætla að taka vítaspyrnu til þess að villa um fyrir markvörðum, nauðsynlegt að skýra betur hvað sé heimilt og til hvaða ráða dómurum beri að grípa þegar brot eiga sér stað. 

Er kemur að hlutverki fjórða dómara er svigrúm fjórða dómarans til þess að aðstoða dómarann aukið og honum ekki einungis heimilað að styðja við dómarann og ráðleggja honum í takmörkuðum fjölda tilfella líkt og nú er kveðið á um í Knattspyrnulögunum.

Rétt er að árétta við aðildarfélög að breytingar þessar taka gildi núna þriðjudaginn 1. júní 2010.

Breytingar á knattspyrnulögunum