"Þurfum alltaf að hafa fyrir hlutunum"
Ólafur valdi tíu leikmenn sem eru gjaldgengir í U21 árs landsliðið og því góðar líkur á að nokkrir ungir leikmenn fái að spreyta sig gegn Andorra. Ólafur segist vera mjög ánægður með hópinn eins og hann er skipaður í dag og segir tilhlökkun vera í hópnum.
"Mér finnst andinn í hópnum vera mjög góður. Ég bara sé það á leikmönnum að þeir eru mjög spenntir og mikil tilhlökkun í mönnum að fara í þennan leik. Æfingarnar hafa gengið mjög vel. Að vísu meiddist Aron (Einar Gunnarsson) á æfingu og datt út úr hópnum. Kristján (Örn Sigurðsson) líka. En hópurinn lítur mjög vel út." segir Ólafur.
Ólafur segir einnig að þeir Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Steinþór Freyr Þorsteinsson hafi verið lítillega laskaðir eftir síðasta deildarleik með sínum liðum en bætti því við að þeir yrðu báðir klárir í slaginn fyrir leikinn gegn Andorra.