• fös. 21. maí 2010
  • Fræðsla

Fótbolti er alls staðar

Frá knattspyrnuleik í Afríku
african-fans

„Ef fólk finnur að þú berð virðingu fyrir því og þeirra menningu, þá eru þér allir vegir færir“ segir Páll Stefánsson ljósmyndari, um nýjustu ljósmyndabók sína Áfram Afríka.

Þetta er risavaxið verkefni sem Páll hefur unnið að í tæp þrjú ár. Í bókinni sýnir hann þá Afríku sem hann sér. ,,Fótbolti er allstaðar'' segir hann, „Mig langaði til að leggja mitt að mörkum til að sýna fleiri hluti í álfunni en það sem er alltaf í fréttum á Vesturlöndum.“

Bókin verður gefin út sama dag og opnunarleikur HM fer fram í Suður-Afríku.  Jafnframt verður haldin ljósmyndasýning með völdum myndum Páls úr bókinni og verður sú sýning sett upp í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.

Sá fallegi leikur fótboltinn