• fös. 21. maí 2010
  • Landslið

26 manna landsliðshópur Andorra tilkynntur

Ildefons Lima Sola
andorra-ildefons-lima

Landsliðshópur Andorra hefur verið tilkynntur fyrir tvo vináttulandsleiki um mánaðamótin maí/júní.  Alls hafa 26 leikmenn verið valdir í hópinn fyrir leikina tvo - gegn Íslandi á Laugardalsvelli 29. maí og gegn Albaníu í Tirana 2. júní.

Í hópnum er blanda af mjög reyndum landsliðsmönnum sem hafa leikið fleiri tugi leikja og ungra leikmanna sem eru að stíga sín fyrstu skref með liðinu.  Flestir leikmannanna leika með félagsliðum í heimalandinu, en 8 leika þó með spænskum neðrideildarliðum. 

Leikjahæstur er Oscar Sonejee Masand, 34 ára gamall, en hann hefur leikið 81 leik.  Í hópnum eru svo 8 nýliðar.  Lykilmaður liðsins er án efa varnarjaxlinn Ildefons Lima Sola, sem leikur með svissneska liðinu AC Bellinzona.  Lima Sola lék 24 leiki með Bellinzona á síðustu leiktíð og fékk 12 gul spjöld og eitt rautt.  Á myndinni hér að ofan má einmitt sjá hann í hressilegri tæklingu.

Leikur Íslands og Andorra fer sem fyrr segir fram á Laugardalsvelli laugardaginn 29. maí og hefst kl. 16:00.  MIðasala á leikinn er þegar hafin.

Landsliðshópur Andorra