• fim. 20. maí 2010
  • Fræðsla

Með tuðru á tánum berfætt í boltanum - Myndband

Berfættir Blikar
Berfaettir-Blikar

Dagana 13. - 19. maí var Grasrótarvika UEFA á dagskránni og voru ýmsir viðburðir á dagskránni hjá öllum aðildarþjóðum UEFA.  Eitt af verkefnunum var "Berfætt í boltanum" en þar er verið að vekja athygli á að ekki eru öll börn heimsins svo lánsöm að geta leikið knattspyrnu í við ásættanlegan aðbúnað eða í viðeigandi skóbúnaði.  Í raun er það þannig að mörg börn eiga ekki einu sinni skóbúnað, hvað þá takkaskó. 

Verkefnið "Berfætt í boltanum" heldur áfram og eru aðildarfélög og grunnskólar hvattir til þess að láta iðkendur leika knattspyrnu berfætt einu sinni á æfingu eða í íþróttatíma og útskýra í leiðinni af hverju þetta er gert.

Hinn árvökuli myndfangari, Dagur Sveinn Dagbjartsson, fór út af örkinni í gær og kíkti við á æfingu hjá KR og Breiðablik þar sem ungir knattspyrnumenn fóru á kostum með tuðruna á táslunum.  Hér að ofan má sjá myndband frá æfingunum við undirleik Sigurósar sem vafalaust ganga oft berfættir um mela og móa.

Berfaett-i-boltanum
Berfaett-i-boltanum