Nýr samstarfssamningur KSÍ og Borgunar undirritaður
Knattspyrnusamband Íslands og Borgun undirrituðu í dag samkomulag um áframhaldandi samstarf til næstu fjögurra ára (2010-2013). Í samningnum felst stuðningur Borgunar við starfsemi KSÍ á öllum sviðum og nær samningurinn m.a. til allra landsliða Íslands af báðum kynjum.
Borgun auðveldar viðskipti og hefur sérhæft sig í öruggri greiðslumiðlun í 30 ár. Borgun býður viðskiptavinum sínum færsluhirðingu vegna MasterCard, Maestro, VISA, VISA Electron, JCB, Diners Club og American Express korta.
Borgun verður jafnframt, eins og undanfarin ár, samstarfsaðili KSÍ vegna háttvísiátaksins „KSÍ og Mastercard - Leikur án fordóma“, sem miðar að því að viðhalda drengskap og eyða fordómum og mismunum af öllu tagi.
KSÍ og Borgun hafa átt í farsælu samstarfi og styrkir þetta samkomulag tengslin enn frekar. Borgun hefur verið í lykilhlutverki sem einn af aðalsamstarfsaðilum KSÍ síðustu fjögur árin og með samkomulaginu sem undirritað var í dag er ljóst að Borgun verður áfram Alltaf í boltanum með KSÍ.